HVAÐ

HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna.

HVAÐ kemur út í byrjun maí og byrjun nóvember á hverju ári. Áhersla er lögð á árstíðirnar og flestar upplýsingar ná yfir minnst hálfs árs tímabil t.d. útivist sem tengist veðráttu, ferðatilhögun, afþreyingu, þjónustu, námskeiðum og annað.

HVAÐ leggur áherslu á:

Útivist og náttúru

Sköpun og hvatningu

Ferðalög og áfangastaði

Áhugamál og afþreyingu

Líkama og sál

Meðal efnis:

Viðtöl við fullorðna einstaklinga sem fylgt hafa draumum sínum.

Viðtöl við börn og unglinga um lífið og tilveruna.

Innsent efni frá íslenskum börnum um allan heim. Með hverju mæla þau á sínum slóðum?

Íslensk börn segja frá ferðalögum sínum um heiminn og börn búsett erlendis segja frá ferðalögum sínum um Ísland.

Sérstakir blaðhlutar þar sem fjölbreyttur hópur faglegra pistlahöfunda skrifa um það sem stendur huga þeirra og hjarta næst.

Kynning á fjölbreyttum áhugamálum og afþreyingu sem hægt er að sinna með mismiklum eða engum búnaði og kostnaði.

Ítarleg landkynning: hvar eru bestu náttúrulaugarnar, flottustu leiksvæðin, fallegustu fossarnir, skemmtilegustu skógarnir, fjölskylduvænustu staðirnir og fleira?

Viðburðir, námskeið, söfn og sýningar.

Vörur, þjónusta, afþreying og upplifun.

Hvatning og sköpun “GÞS”- Gerðu það sjálf/ur!

Ótal margt fleira…

HVAD