STEFNA


Loforð til lesenda frá ritstjóra

Kæri lesandi

Því fylgir mikil ábyrgð að gefa út efni fyrir börn og unglinga. Það sem þau sjá, lesa, heyra, upplifa og finna í æskunni hefur áhrif á allt þeirra líf.

Það er einlægur ásetningur minn að búa til efni sem eflir og hvetur börn.

Það er ætlun mín að birta faglegt og fallegt, fræðandi og uppbyggilegt efni.

Það er alls ekki ætlun mín að birta efni sem ýtir undir óraunhæfar væntingar, vonbrigði, vanþakklæti eða samanburð milli barna og unglinga.

Það er stefna mín að hafa tímaritið HVAÐ ávallt fjölbreytt og framsýnt.

Það er ósk mín að þegar börn og unglingar skoða blaðið finni þau eldmóð, áhuga og gleði.

Það er von mín að tímaritið HVAÐ ýti undir heilbrigði og heilindi, sjálfstæða hugsun og þátttöku.

Það er trú mín að tímaritið HVAÐ eigi erindi við sem flesta og sé góður vettvangur til að koma uppbyggilegum skilaboðum til fólks á öllum aldri, þó áhersla sé lögð á efni fyrir 8-18 ára.

Bestu kveðjur,

Ágústa Margrét Arnardóttir